Það er komið að því að krýna næstu Idol stjörnu Íslands. Átta keppendur fara í beinar útsendingar en aðeins einn mun standa uppi sem sigurvegari Idol 2024. Vertu með okkur í sjónvarpssal þar sem að stjörnur verða til en þættirnir verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2. Útsendingar fara fram í Fossaleyni, Grafarvogi í janúar og febrúar.
Í hverri útsendingu syngja keppendur lög með hljómsveit undir Stjórn Magnúsar Jóhanns Ragnarssonar. Dómarar í Idol eru Bríet Ísis Elfar, Birgitta Haukdal, Daníel Ágúst Haraldsson og Herra Hnetusmjör.
Húsið opnar kl 17:30.
Gera má ráð fyrir viðveru til 21:00.
Styrktaraðilar Idol, Pepsi Max, Nói Síríus, Nettó og Dominos taka vel á móti ykkur á áhorfendasvæði við komu til okkar í sjónvarpssal.
Dagsetningar eru eftirfarandi föstudaga:
12.janúar - UPPSELT
19.janúar - UPPSELT
26.janúar -
UPPSELT
2.febrúar - undanúrslit
-
UPPSELT
9.febrúar – úrslitaþáttur
- UPPSELT
Ath: þar sem að viðburðurinn er haldinn í sjónvarpssal er ekki hægt að lofa sýnileika allan þáttinn vegna tökumanna/véla.