Tix.is

Um viðburðinn

Söngsveitin Fílharmónía flytur hið stórbrotna tónverk Stabat Mater eftir Antonín Dvorák í Langholtskirkju þann 17. mars 2024. Til að flytja verkið hefur söngsveitin fengið til liðs við sig píanóleikarann Elena Postumi og fjóra einsöngvara, þau Hallveigu Rúnarsdóttur, Hildigunni Einarsdóttur, Gissur Pál Gissurarson og Odd Arnþór Jónsson. Stjórnandi kórsins er Magnús Ragnarsson. Verkefnið er styrkt af Reykjavíkurborg.

Söngsveitin Fílharmónía er 70 manna blandaður kór og hefur verið starfandi frá árinu 1960. Kórinn hefur flutt fjölbreytta tónlist frá öllum tímabilum tónlistarsögunnar og heldur reglulega tónleika. Í desember 2022 flutti kórinn Jólaóratoríuna eftir J.S. Bach ásamt hljómsveit og einvalaliði einsöngvara og hlaut mikið lof áheyrenda fyrir. Í október sl. flutti kórinn Messu heilagrar Sesselju eftir Haydn ásamt einsöngvurum og hljómsveit við mikla hrifningu áheyrenda. Á efnisskrá kórsins á vormánuðum er auk Stabat Mater, flutningur á kvikmyndatónlistinni úr Harry Potter og fanginn frá Azkaban með Sinfóníuhljómsveit Íslands í apríl. Auk þess mun kórinn vinna að efni til útgáfu á helstu tónlistarstreymisveitur en þegar er þar að finna tónlist í flutningi kórsins.