Tix.is

Um viðburðinn

Rætur, rotnun, umrót.

MOLTA er þverfagleg innsetning og lifandi sýning. Rósa Ómarsdóttir býr til vistkerfi þar sem náttúrulegir ferlar umbreyta rýminu. Innsetningin bráðnar, lekur, brotnar niður, vex, blandast saman og gufar upp. Í MOLTU skoðar Rósa hvernig vistkerfið er óstöðugt og tekur sífelldum breytingum. Hún kannar mörk manns, umhverfis og tækni þar sem allt hefur áhrif hvort á annað. Menn sameinast sveppum, plastögnum og rafeindum. Hvað sprettur upp úr moltunni?

Á opnunartíma safnsins geta sýningargestir gengið um innsetninguna, dvalið í henni og haft gagnvirkt áhrif á hana.

Eftir lokun, á fyrirfram ákveðnum kvöldum, munu dansarar taka yfir rýmið og umbreyta því í lifandi sýningu í heilt kvöld. Þar mæta áhorfendur flytjendum verksins sem birtast sem hluti af vistkerfi MOLTU líkt og skúlptúrar, verur, dýr og náttúra og eiga í samskiptum við innsetninguna sjálfa. Áhorfendum er boðið að dvelja, horfa, hlusta, hanga, borða, drekka og hvíla sig á meðan fólk og umhverfi breytast. Stundum eru breytingarnar svo hægar að þær sjást varla en stundum svo snöggar að þær fara fram hjá manni. Sýningin er upplifunarverk sem varir í fjóra klukkutíma. Gestir geta gengið inn og út úr rýminu að vild en innifalið í miðaverði eru matur og drykkur framreiddur af matreiðslumeistaranum Kjartani Óla Guðmundssyni. Maturinn er hluti af vistkerfinu sjálfu og er náttúran og flytjendur sjálfir hluti af því sem verður á boðstólnum. Um er að ræða einstaka heildræna upplifun þar sem öll skynfæri áhorfenda eru virkjuð. Sýningin er samstarfsverkefni Rósu og Íslenska dansflokksins. Í því veltir höfundur fyrir sér tengslum á milli dans, kóreógrafíu, tónlistar, myndlistar, líkama og efna, áhorfenda og flytjenda.


MOLTA var unnin í nánu samstarfi við allt listræna teymið.


Listrænt teymi:
Listrænn stjórnandi og danshöfundur: Rósa Ómarsdóttir
Flytjendur: Saga Sigurðardóttir, Karítas Lotta Tuliníus, Erna Gunnarsdóttir, Andrean Sigurgeirsson og Gabriele Bagdonaite.
Innsetning: Rósa Ómarsdóttir, Guðný Hrund Sigurðardóttir, Hákon Pálsson
Tónlist: Nicolai Johansen
Búningar: Kristjana Reynisdóttir
Tæknileg ráðgjöf: Valdimar Jóhannssons
Dramatúrg: Ásrún Magnúsdóttir
Starfsnemar: Olivia Pyszko og Júlía Kolbrún Sigurðardóttir
Aðstoð við kynningarmál: MurMur Productions
Sérstakar þakkir: Hafberg hjá Lambhaga, Önundur hjá Vatnsvirkjanum, Jón Bjarni hjá Þjóðleikhúsinu, Guðmundur hjá torf.is, Ísblik, Baldur Björnsson, Gylfi húsvörður, Gestur hjá Eimskip, Snjólaug Ármannsdóttir og Ómar Friðriksson.

Verkefnið er styrkt af Sviðslistasjóði, Listamannalaunum, Reykjavíkurborg, Nordisk Kulturfond, Landsbankanum, Lista- og menningarsjóði Kópavogsbæjar og Nordic Culture Point

Með-framleiðendur: Íslenski dansflokkurinn, Reykjavík Dance Festival, Dansehallerne Kaupmannahöfn, C-takt Belgíu
Vinnustofur: Wp Zimmer Belgíu og Dansverkstæðið


Ro´sa O´marsdo´ttir, danshöfundur, vinnur þvert á ólíka miðla. Í verkum sínum kannar hún samskipti manns og náttúru í leit að ómannhverfum frásögnum. Hún leitast við að skapa auðugt vistkerfi sem sameinar manneskjur, hluti og ósýnilega krafta. Verk hennar eru þverfagleg í eðli sínu og flétta saman kóreógrafíu, lifandi hljóðmyndum og myndlist, með femínískri nálgun á dramatúrgíu sem felur í sér varnarleysi og flæði.
Verk Ro´su hafa verið sy´nd alþjóðlega a´ fjölmörgum hátíðum, leikhu´sum, galleri´um og listaso¨fnum. Rósa hefur einnig hlotið hálfs árs vinnustofu hjá Akademie Schloss Solitude í Stuttgart og fjölda minni vinnustofa um allan heim. Verk hennar hafa hlotið fjölda tilnefninga til Grímunnar og verið verðlaunuð fyrir hljóðmynd og sem danshöfundur ársins.