Tix.is

Um viðburðinn
Þjóðlagatónlistarhátíðin Reykjavík Folk Festival verður haldin í Gym og Tónik salnum í Kex Hostel við Skúlagötu dagana 5.- 7. mars 2015. Dagskrá hátíðarinnar er ætlað að blanda saman þjóðlagatónlistarmönnum og -hljómsveitum á ólíkum aldri og frá ólíkum áttum innan þjóðlagatónlistarheimsins.Hátíðin fer fram í notalegum húsakynnum Kex Hostels og verður ekkert til sparað við að skapa notalega og einlæga stemmningu og ógleymalega tónlistarveislu fyrir alla unnendur þjóðlagatónlistar.
Þeir listamenn sem koma fram á hátíðinni í ár eru;  Teitur Magnússon, Ylja, Kólga, Funi, Moð, Lindy Vopnfjord (CA), Klassart, Lay Low, JP Hoe (CA), Björn Thors, Pétur Ben og Egill Ólafsson.

Fyrir hátíðina 2015 viljum við varpa ljósi á þjóðlagatónlistarhefð Kanada með hliðsjón af tengingu Íslands við Kanada og reyna að efla tengsl á milli þessara þjóða í gegnum þjóðlagatónlistarhefðina. Við bjóðum því tveimur kanadískum listamönnum frá Winnipeg sem eiga ættir að rekja til Íslands, þá Lindy Vopnfjörð og JP Hoe velkomna á hátíðina. 

Nánari upplýsingar um dagskrá hátíðarinna er að finna á vefsíðu hennar; www.folkfestival.is og á fésbókarsíðu hennar; facebook.com/reykjavikfolkfestival.

Miðaverð á hátíðina er 3.000 kr fyrir stök kvöld en 7.999 kr fyrir passa sem gildir á öll 3 kvöldin. Dagskrá hátíðarinnar hefst kl. 20 öll kvöld og lýkur kl. 23:30.