Útgáfutónleikar á plötunni GROWL POWER. Björg Brjánsdóttir flautuleikari flytur fjögur einleiksverk fyrir flautur eftir Báru Gísladóttur.
Efnisskrá
Ever Out After Dark (or blue lady in boring city) (2022) fyrir altflautu og rafhljóð
Stars with Shadows (on vast void and whatnot) (2022) fyrir piccoloflautu
GROWL POWER (2022) fyrir bassaflautu og rafhljóð
Glóð|stelpa (2022) fyrir þverflautu
Björg og Bára hafa starfað náið saman á síðustu árum við sköpun og flutning nýrrar tónlistar fyrir þverflautu. Verkin voru samin árið 2022 og er hvert þeirra tileinkað einu hljóðfæri. Hljóðfærin eru ýmis rafmögnuð eða órafmögnuð.
Um verkin
Ever Out After Dark (or blue lady in boring city). Tónskáldið var statt í Hannover, borg sem flautuleikarinn bjó einu sinni í. Fyrir altflautu og rafhljóð.
Stars with Shadows (on vast void and whatnot). Loksins fékk flautuleikarinn pikkólóverkið sem tónskáldið hafði neitað henni um allt frá því vinátta þeirra hófst fyrir tíu árum. Verkið er ofið saman úr hugleiðingum um ljós, skugga, innihald holrúms og eðlisfræði sem gengur ekki upp.
GROWL POWER. Prófaðu að segja titilinn hratt. Fyrir bassaflautu og rafhljóð. Verkið er hugleiðingar um kraft og sver sig í ætt við þungarokk.
GLÓÐ|STELPA. Leikur að orðum: að vera góð, geislandi og glöð stelpa. Fyrir þverflautu. „Lóðrétt strik, stundum kallað lóðstrik, er notað í stærðfræði í merkingunni „þar af leiðandi“. Þetta tákn er oft notað í yrðingum sem snúa að rökfræði og mengjum.“ —NETIÐ.