Tix.is

Um viðburðinn

Soma og Fjöll á Ölveri föstudaginn 8. desember Rokksveitin Soma heldur tónleika 8. desember næstkomandi á Ölveri í Glæsibæ, en sveitin reis nýlega upp af rúmlega 20 ára dvala og hélt nokkra vel heppnaða endurkomutónleika auk þess að gefa út tvö ný lög. Soma gerði garðinn frægan í níunni og er sennilega best þekkt fyrir ofurslagarann Grandi Vogar II (Má ég gista?), sem var mest spilaða íslenska lag ársins á útvarpsstöðvum 1997 og hefur verið í reglulegri spilun upp frá því. Einnig mun koma fram hljómsveitin Fjöll, sem er tiltölulega ný af nálinni en hefur engu að síður vakið talsverða athygli. Fjöll sendi frá sér tvö lög á árinu og eru fleiri væntanleg á næstunni. Fjöll er nokkurskonar systurhljómsveit Soma, en þrír meðlimir sveitarinnar eru einnig liðsmenn Soma.