Tix.is

Um viðburðinn

Í ljósi aðstæðna í Grindavík hefur jólatónleikunum verið breytt í góðgerðatónleika sem haldnir verða á sama tíma, 13. desember í Bústaðakirkju. Tónleikunum verður streymt í opnu streymi og tekið verður við frjálsum framlögum á tiltækt reikningsnúmer. Miðasala í Bústaðakirkju fer fram hér á Tix og hægt er að nálgast miða hér og nú. 350 miðar eru í boði í Bústaðakirkju.

----------------------------


Kirkjukór Grindavíkurkirkju, Barnakór Grindavíkurkirkju og söngkonan Arney Ingibjörg taka vinsælustu jólaplötu sögunnar, Merry Christmas með Mariuh Carey, ásamt hljómsveit og gestasöngvara.

Tónlistarstjóri er Kristján Hrannar Pálsson.

Hljómsveitina skipa Þórður Sigurðarson (Rock paper sisters) píanóleikari, Daníel Helgason (hljómsveit Unu Stef) bassaleikari, Kristján Hrannar Pálsson á hammond og Óskar Þormarsson(Fjallabræður) á trommur.

Gestasöngvarar eru Jón Emil Karlsson & Bragi Árnason.

Tónleikarnir eru aðeins þetta eina kvöld og miðaverði er stillt í hóf. Við hvetjum alla til að tryggja sér sæti í tæka tíð og hlökkum til að sjá ykkur í jólaskapi!