Tix.is

Um viðburðinn

Foil Arms and Hog er írskur grín sketsahópur sem samanstendur af Sean Finegan (Foil), Conor McKenna (Arms) og Sean Flanagan (Hog). Hópurinn hefur komið fram í sjónvarpi, útvarpi, á leiksviði og í netstreymi. Þríeykið skrifa, myndar og uppfærir nýtt efni í hverri viku á skrifstofu sinni og birtir á YouTube, Facebook og á IGTV á Instagram þar sem hópurinn hefur náð meira en einum milljarði áhorfa.

Foil Arms and Hog eru ekki bundin við ákveðin þema og eru grínatriði þeirra oft háðsleg skoðun á og útfærsla á yfirstandandi ástandi og atvikum á hverjum tíma. Vinsælustu atriði þeirra á YouTube eru When Irish People Can’t Speak Irish, An Englishman Plays Risk, WTF is Brexit og How To Speak Dublin.

Foil Arms and Hog eru einnig reglulega með lifandi sýningar á sviði, mest á Írlandi og Bretlandi en einnig í Bandaríkjunum, Ástralíu, Hollandi, Þýskalandi, Sviss og ítrekað á Edinburgh Fringe Festival. Nafn hópsins kemur frá gælunöfnum sem hver og einn innan hópsins hefur gefið hverjum öðrum. Foil (Sean Finegan) fyrir að vera forsvarsmaður hópsins, Arms (Conor McKenna) fyrir að vera “All arms and legs” og Hog (Sean Flanagan) af því að hann virðist svíða fyrir sviðsljósið.

Hópurinn hittist við háskólanám fyrir áratug síðan þar sem þeir lærðu verkfræði, arkitektúr og erfðafræði, stofnuðu grínhópinn og hafa síðan þá ferðast um Írland, Bretland, Bandaríkin og Ástralíu með skemmtanir sínar og hlotið mikið lof fyrir.

Aðeins um eitt verðsvæði er að ræða, númeruð sæti og miðarnir kosta 9.990 kr.

Umsjón: Sena Live