Tix.is

Um viðburðinn

Þann 2. desember heldur Söngsveitin Fílharmónía aðventutónleika ásamt sópransöngkonunni Bryndísi Guðjónsdóttur og Elísabetu Waage hörpuleikara. Á tónleikunum mun hljóma fjölbreytt aðventu- og jólatónlist frá ýmsum löndum og tímabilum og frumflutt verður verkið “Koma jól?” eftir Tryggva M. Baldvinsson sem hann samdi sérstaklega fyrir kórinn. Frítt er fyrir börn 14 ára og yngri og þarf ekki að panta miða fyrir þau.

Söngsveitin Fílharmónía er 70 manna blandaður kór og hefur verið starfandi frá árinu 1960. Kórinn hefur flutt fjölbreytta tónlist frá öllum tímabilum tónlistarsögunnar og heldur reglulega tónleika. Í desember sl. flutti kórinn Jólaóratoríuna eftir J.S. Bach ásamt hljómsveit og einvalaliði einsöngvara og hlaut mikið lof áheyrenda fyrir og í október s.l. flutti kórinn Messu heilagrar Sesselju eftir Haydn ásamt einsöngvurum og hljómsveit við mikla hrifningu áheyrenda. Á efnisskrá kórsins á vormánuðum er m.a. Stabat Mater eftir Antonín Dvorák sem kórinn mun flytja 17. mars ásamt einsöngvurum og píanóleikara. Auk þess mun kórinn vinna að efni til útgáfu á helstu tónlistarstreymisveitum en þegar er þar að finna tónlist í flutningi kórsins. Stjórnandi Söngsveitarinnar er Magnús Ragnarsson.