Tix.is

Um viðburðinn

Sönghópurinn Spectrum fagnar 20 ára afmæli í ár og á dagskrá jólatónleikanna okkar eru tuttugu uppáhaldslög, sem við höfum flutt á jólatónleikum þessa tvo áratugi. Eins og í góðum konfektkassa eru hér molar við allra hæfi, íslensk og erlend jólalög, ný og eldforn, sígild tónlist, djass og dægurlög í bland – en allt eru þetta klassíkerar. Við syngjum í Seltjarnarneskirkju 4. og 7. desember. Sæti eru númeruð, þannig að nú er um að gera að tryggja sér góð sæti í tíma! Hafið samband við kórfélaga til að fá afsláttarkóða.