Ath. Viðburðurinn hefur verið færður yfir í Eldborgarsal Hörpu og miðahafar fengið frekari upplýsingar í tölvupósti.
Zara Larsson snýr aftur til Íslands og heldur sannkallaða stórtónleika í Laugardalshöllinni laugardaginn 16. mars 2024.
Zara er með milljarða spilana á streymisveitum, fjöldan allan af platínumplötum og gríðarlega stóran aðdáendahóp um heim allan. Hún hélt vel heppnaða og uppselda tónleika í Laugardalshöll árið 2017 og hitaði svo upp fyrir Ed Sheeran á Laugardalsvellinum 2019. Hún er því öllum landsmönnum góðkunnug og mikill fengur í að fá hana aftur til landsins.
Sænska söngdívan heldur áfram að senda frá sér grípandi smelli sem aðdáendur hennar um allan heim elska.
MIÐAVERÐ OG SVÆÐI:
Sitjandi A+: 24.990 kr. (nýja stúkan)
Sitjandi A: 22.990 kr. (gamla stúkan, miðjueyja)
Sitjandi B: 21.990 kr. (gamla stúkan, næstu tvær eyjur)
Sitjandi C: 20.990 kr. (gamla stúkan, ystu tvær eyjur)
Standandi: 15.990 kr. (gólf, fyrir framan svið)
Mynd af sal hér
Hjólastólapláss eru keypt í kaupferlinu. Verðið er 7.995 kr. og kaupa þarf miða handa fylgdarmanni líka. Takmarkað pláss.
DAGSKRÁ KVÖLDSINS:
18:30 - Húsið opnar
20:00 - Tónleikar hefjast*
* Nánari dagskrá þegar nær dregur.
** Athugið: Ekkert aldurstakmark er á tónleikana.
Umsjón: Sena Live
UM ZÖRU LARSSON
Á dögunum talaði hún opinskátt um fyrstu breiðskífu sína og þriðju og nýjustu plötuna sem kom út fyrr á þessu ári. „Það getur verið ógnvekjandi að semja efni og opinbera það fyrir fólki sem kemur til með að hafa skoðanir á því sem ég skapa,“ viðurkennir Zara. „Ég er mjög stolt af því sem ég er að gera. Ég er að leyfa fólki að kynnast því hver ég raunverulega er.“
Á barnsaldri braust þessi sænska söngkona fram á sjónarsviðið í heimlandi sínu, vakti athygli samlanda sinna og þróaði hæfileika sína sem söngkona og lagahöfundur. Árið 2016 öðlaðist Zara heimsfrægð með lagasmíð sinni, einstakri rödd og náttúrulegum sjarma. Breiðskífa hennar, So Good, náði platínumsölu og varð næst mest streymda frumraun söngkonu allra tíma á Spotify. Á plötunni mátti finna fjölda stórsmella á borð við Lush Life, Ain‘t My Fault, Never Forget You og Symphony sem hún gerði ásamt Clean Bandit. Zara er nú viðurkennd stórstjarna á heimsvísu og hefur einkum safnað viðurkenningum á sænsku Grammy verðlaununum, Nickelodeon Kids‘ Choice Awards og Evrópsku MTV verðlaununum.
Árið 2021 gaf Zara út plötuna Poster Girl þar sem finna mátti stórsmellina Ruin My Life, Wow og Talk About Love ásamt Young Thug. Um síðastnefnda lagið skrifaði HYPEBEAST, „hið kraftmikla lag setur poppstjörnuna á sama stall og stofnanda og eiganda YSL Records.“ Á ferlinum hefur Zara unnið með fjölmörgum listamönnum á borð við David Guetta, Kygo, Tyga, Ty Dolla $ign og Sabrina Carpender. Zara er söngkona sem getur komið fram opnunarhátíð Evrópumótsins í knattspyrnu, á tónleikum Friðarverðlauna Nóbels, í tölvuleiknum Roblox eða á forsíðu Teen Vouge. Árið 2022 hélt hún áfram að sópa að sér aðdáendum með samstarfi við Alesso í laginu Words sem náði hundruðum milljóna spilana á streymisveitum.
Nýlega kom út þriðja breiðskífa Zara Larsson, Can‘t Tame Her, og markar platan nýja tíma í ferli hennar. Titillag plötunnar skartar glitrandi diskópoppi með hvetjandi skilaboðum og loforði að það sé „ekki hægt að temja hana.“ Næsta smáskífa plötunnar var End Of Time og nýjasta lagið er enn eitt samstarfið með franska plötusnúðinum David Guetta, On My Love.
Zara vill að allir viti hver hún er á nýjustu plötu sinni og það er meira á leiðinni. „Persónuleiki minn er svo mikilvægur þáttur í sköpun minni og núna er ég að hleypa öllu í gegn. Ég hef alltaf verið sýningarstúlka – ég elska glimmer og ljós. En það er líka kominn tími til að fólk kynnist mér.“