Tix.is

Um viðburðinn

Hvað gerist ef við söfnum saman listafólki í stutta stund til þess að skapa og gera
tilraunir í eins konar hackerspace-andrúmslofti?

DOPA er bæði teymi og sköpunar- og samvinnuaðstaða. Við vinnum með efniviðinn út
frá aðstæðum hverju sinni, beitum notendavænum verkfærum, nýtum það sem til er á
hverjum stað, allt í anda samvistarnálgunar. Listafólkið skuldbindur sig til skamms tíma
til þess að starfa og læra hvert af öðru í aðstæðum sem einkennist af gagnkvæmu trausti.

DOPA stendur fyrir dópamín sem er iðulega lýst sem því efni sem gerir okkur helst kleift
að upplifa unað og gleði. Í lyfjafræðinni er dópamín einnig talið leika stórt hlutverk þegar
hegðun er styrkt með verðlaunum og hefur því afar hvetjandi áhrif.

DOPA er verk í vinnslu þar sem ýmiss konar form leggjast hvert yfir annað – steppdans,
stafrænar varnir, DIY-hópar, skemmdarverk, opinn aðgangur, gildrur, netfemínismi og
jafningjasamskipti.


Í þetta sinn mun DOPA vaxa og dafna í Reykjavík. Hittumst þar <3


Anne Lise Le Gac, Loto Retina og Anat Bosak búa í Frakklandi og skapa saman hljóð,
innsetningar, gjörninga, tónlist, texta og sviðsmyndir.