Tix.is

Um viðburðinn

Laugardaginn 28. október 2023 kl. 17:00 mun Karlakórinn Fóstbræður halda tónleikana "Til ljóssins og lífsins" í Langholtskirkju.

Tónleikarnir eru innblásnir af hefð allra sálnamessu, en það er forn hátíð þar sem segja má að opnist dyr milli tveggja heima. Hér gefst áheyrendum kærkomið tækifæri til þess að setjast niður og minnast ástvina og þess fagra í lífinu, en efniskráin samanstendur af söngvum um lífið, ljósið og ástina.

Anton Helgi Jónsson skáld tekur þátt í tónleikunum og hefur frjálsar hendur um talað mál á milli söngvanna. Píanóleikari er Steinunn Birna Ragnarsdóttir og stjórnandi tónleikanna er Árni Harðarson.