Tix.is

Um viðburðinn

Húsfrúin á Brú, hún Bogga býður til veislu á Sveitasetrinu Brú. Um er að ræða jólahlaðborð fyrir lengra komna þar sem borð munu svigna undan klasskískum jólamat með Brúar-tvisti. Bogga mun að sjálfsögðu fá til sín góða kabarett og burlesk gesti sem munu sýna listir sínar á seiðandi og ekki síst lystaukandi hátt.


Vinsamlega athugið að börn eru ekki leyfð á þetta jólahlaðborð og hentar sýningin ekki þeim sem óttast mannslíkamann í öllu sínu veldi. Hins vegar hentar þetta fullorðnu fólki sem hlær hátt og tekur lífinu létt mjög vel.