Tix.is

Um viðburðinn

Young Boy Dancing Group var stofnaður 2014 sem nafnlaus lifandi gjörningahópur sem
kemur fram á ólíkum stöðum og samanstendur af fjölbreyttum dönsurum hverju sinni.
Hópurinn hefur unnið með vídeó, ljósmyndun, tísku, skúlptúr og innsetningar en er best
þekktur fyrir hráa gjörningar sem einkennast af nánd þar sem líkaminn mætir fínleika
ljóssins.


Gjörningurinn sem sýndur verður á Sequences XI er loka atriði 10 daga hátíðarinnar.
Porti Hafnarhúss verður umbreytt í eyðilagt landslag þar sem líkamsleifar ögra mörkum
mannlegs forms.


Listahátíðin Sequences verður haldin í ellefta skipti dagana 13-22 október í Reykjavík.
Yfirskrift hátíðarinnar að þessu sinni er „Get ekki séð“ (e. Can’t See) . Sequences mun
leiða saman listamenn og sýningagesti á árstíðaskiptum, þegar daginn tekur að stytta, og
þjóna sem vettvangur orku- og skoðanaskipta með dagskrá sem inniheldur sýningar,
gjörninga, fyrirlestra, gönguferðir, leiðsagnir og fleira.