Tix.is

Um viðburðinn

1881 Góðgerðafélag í samstarfi við Sky Lagoon og Tix kynnir:


GDRN, Salka Sól og DJ Dóra Júlía í Sky Lagoon. Einstakir og ljúfir tónleikar á einstökum stað.

Tónleikarnir fara fram þann 17. október næstkomandi í Sky Lagoon / Takmarkað miðaframboð.

Húsið opnar kl 19:00. DJ Dóra Júlía tekur á móti tónleikagestum í lóninu.


Edda Björgvins, verndari verkefnisins og Hrannar, formaður Sorgarmiðstöðvarinnar opna viðburðinn kl. 19:30.

Salka Sól stígur á svið í framhaldi og mun GDRN fylgja á eftir og ætla þær ásamt undirleikurum að skapa ógleymanlega upplifun.

Listasmiðja fyrir börn í sorg

Allur ágóði af tónleikunum rennur óskertur til Listasmiðju fyrir börn í sorg sem skipulögð er af Sorgarmiðstöðinni. Listasmiðjan mun bjóða upp á styðjandi samverustundir þar sem fagaðilar, listamenn og listmeðferðarfræðingar vinna með börnum sem orðið hafa fyrir missi.

Sorgarmiðstöð

Sorgarmiðstöðin miðar að því að auka vitund og skilning samfélagsins á mikilvægi sorgarúrvinnslu og efla aðgengi að faglegri þjónustu við syrgjendur, m.a. með stuðningi, fræðslu og ráðgjöf til syrgjenda og þeirra sem vinna að velferð þeirra.

Vinur í raun

Með því að gerast Vinur í raun, styrkir þú starfsemi Sorgarmiðstöðvar með mánaðarlegum framlögum. Þannig styður þú börn og fullorðna sem misst hafa ástvin og þurfa að fóta sig á ný í breyttu lífi. Einnig er hægt að styrkja Sorgarmiðstöð með frjálsum framlögum.

Hægt er að styrkja Sorgarmiðstöðina hér: https://sorgarmidstod.is/styrkja-sorgarmidstod/

Þessir mögnuðu tónleikar eru samvinnuverkefni 1881 Góðgerðarfélags, Sky Lagoon, Tix sem og fyrrnefndra tónlistarmanna.

Pure Pass tónleikamiði

Pure er vinsælasta leiðin í Sky Lagoon og veitir aðgang að almennri búningsaðstöðu ásamt Ritúal meðferðinni.

Verð 10,990 kr.


Sky Pass tónleikamiði

Sky Pass aðgangur veitir aukin þægindi og næði með fullbúnum einkaklefa með sturtu og húðvörum ásamt Ritúal meðferðinni.

Verð 13,900 kr.


Sky Lagoon býður upp á handklæði til afnota en öllum er frjálst að koma með sín eigin og nota á svæðinu. 12 ára aldurstakmark er í Sky Lagoon og börn frá 12–14 ára aldri verða að vera í fylgd foreldra/forráðamanna (18 ára og eldri).


Vinsamlegast athugið að ljósmyndari mun mynda tónleikana og með því að mæta samþykkir þú að láta mynda þig.