Tix.is

Um viðburðinn

Hjertelyd eða Hjartasöngur er ungbarnaópera fyrir börn á aldrinum 0-2,5 árs og forráðamenn þeirra.

Í sýningunni er litlum og stórum áhorfendum boðið í ferðalag inn í blíðan og rólegan skynjunarheim. Börnin geta kannað umhverfi sitt á öruggan hátt meðan tónlistin hljómar í kring og stórir og dúnmjúkir koddar og önnur notaleg og ullarkennd efni umkringja rýmið.

Það er pláss fyrir alla í Hjartasöng - í sýningunni opnast börnunum töfraheimur með samspili lita og hljóða. Þá verða hreyfingar og hljóð barnanna sjálfra jafnframt hluti af flutningnum - og þau upplifa ef til vill óperutónlist í fyrsta sinn! Áhorfendur sitja í hring í kringum lítið svið og börnin geta auðveldlega skriðið um og heilsað upp á tónlistarfólkið og rýnt nánar í leikmuni sýningarinnar.

Engrar tungumálakunnáttu er krafist þar sem lögð er áhersla á leik að hljóðum og orðum á ýmsum tungumálum. Börn sem ekki eru farin að tjá sig á tungumáli, fá þá tækifæri til að upplifa sýninguna með öllum líkamanum og skynfærum.

Markmið verksins er að gera gestum auðvelt og aðgengilegt að njóta tónlistar og taka þátt í listsköpun.

Tónlistin í verkinu er eftir Sam Glazer og handritshöfundur er Zoë Palmer. Tanja Bovin hannaði leikmynd og Marlene Smith gerði kóreógrafíu.

Miðasala hefst á tix.is von bráðar

Verkefnið er unnið í samstarfi við Norræna húsið og styrkt af Norrænu ráðherranefndinni og Barnamenningarsjóði.