Tix.is

Um viðburðinn

Branding & Strategy / Mörkun & stefnumótun
Alþjóðleg markaðssráðstefna 2. nóvember
Hótel Reykjavík Grand kl. 8.30–13.00
Vinnustofa með Mark Pollard kl. 13:00–15:00
Miðaverð á ráðstefnu: 32.900 kr.
Miðaverð á ráðstefnu + vinnustofu með Mark Pollard: 49.900 kr.
Nánari upplýsingar um fyrirlesara:   www.krossmidlun.is

Markaðráðstefnan Krossmiðlun er viðburður sem markaðsfólk ætti ekki að missa af en í ár er áherslan á mörkun og stefnumótun, eða „branding & strategy“.

Fyrirlesararnir í ár eru öll reynslumikil hæfileikabúnt úr heimi strategíu, hönnunar og markaðsmennsku. Aðalfyrirlesari er ástralski strategíumeistarinn, rithöfundurinn og hlaðvarpsstjarnan Mark Pollard sem á og rekur stefnumótunar- og þjálfunarfyrirtækið Sweathead í New York. Það er sannarlega mikill fengur að því að fá Mark til Íslands.

Auk Marks munu stíga á stokk Antonio Bechtle, perúskur Lithái sem hefur m.a. unnið sér til frægðar að vinna til verðlauna fyrir markaðssetningu á Vilnus sem ferðamannastað – og þrír fyrirlesarar að auki koma svo frá SDG\TBWA í Noregi. Það eru verðlaunahönnuðurnir Ida Louise Andersen, sem fjallar um vörumerki þjóðar (Branding Norway), Nicklas Haslestad, sem fjallar um margverðlaunaða hönnun nútímahótels í 100 ára höfuðstöðvum skipafélags (Amerikalinjen) og Helene Devold sem fjallar um vel heppnaða endurmörkun rótgróinnar bankastofunar (SpareBank 1).

Morgun- og hádegisverður er innifalinn.

Strax eftir matarhlé býðst ráðstefnugestum að kaupa tveggja tíma vinnustofu með Mark Pollard milli kl. 13 og 15.