Tix.is

Um viðburðinn

Leikfélagið Hugleikur setur á svið Jólaævintýri Hugleiks í Gamla bíó. Verkið er byggt á Christmas Carol eftir Charles Dickens en að þessu sinni gerist verkið í íslenskum raunveruleika seint á 19. öld. Leikfélagið setti verkið fyrst á svið fyrir 18 árum og ætlar nú að endurtaka leikinn vegna fjölda áskorana. Þetta verk á sérstakan sess í hjörtum Hugleikara og margir hverjir geta ekki hugsað sér jólin án þess að spila tónlistina úr sýningunni. Höfundar tónlistar eru báðir Ljótir hálfvitar, þeir Snæbjörn Ragnarsson (Skálmöld) og Þorgeir Tryggvason. Þeir eru einnig höfundar verksins ásamt Sigrúnu Óskarsdóttur og Sigríði Láru Sigurjónsdóttur.
Leikstjóri sýningarinnar er hinn bráðfyndni Gunnar Björn Guðmundsson sem hefur leikstýrt meðal annars fjölda Áramótaskaupa, Ömmu Hófí og Astrópíu. Verkið er fjölskylduvænt og Hugleikur lofar góðri skemmtun jafnt fyrir unga sem aldna.