Tix.is

Um viðburðinn

Hljómsveitin Árstíðir heldur sína árlegu hátíðartónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík laugardaginn 30. desember. Tónleikarnir hafa verið haldnir árlega frá árinu 2008 en það er einmitt árið sem hljómsveitin var stofnuð.

Samkvæmt venju verða flutt frumsamin lög af þeim 8 breiðskífum sem Árstíðir hafa gefið út á ferlinum - í bland við vel valin jóla- og hátíðarlög - og lofar sveitin huggulegri hátíðarstemmningu í hljómfagri Fríkirkjunni.

Nýjasta breiðskífa Árstíða kom út þann 15. september á þessu ári og verður henni fylgt rækilega eftir með tónleikaferðalagi í Evrópu í nóvember. Ekki þykir ólíklegt að nokkur lög af nýju plötunni fái að hljóma á hátíðartónleikunum þetta árið, en glöggir ættu að kannast við nokkur þeirra sem hafa heyrst reglulega á Rás 2 síðustu mánuði.

Ekki missa af einstakri upplifun með Árstíðum í hátíðarskapi í Fríkirkjunni.  

Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 - húsið opnar kl. 20:30.