Tix.is

Um viðburðinn

Við í Mengi erum í skýjunum með góðar undirtektir fyrir tónleika Ásgeirs þann 23. september en það seldist upp á mettíma á tvenna tónleika.
Nú gefst fólki tækifæri til að tryggja sér miða á aukatónleika þann 30. september kl. 21:00


Gefum listamanninum orðið:
Nýlega hef ég farið á nokkra tónleika í Mengi og alltaf notið mín vel þar. Mér finnst afslappaða andrúmsloftið vera einstakt og nálægðin við áhorfendur. Mig langar að skora á mig og gera eitthvað sem ég hef aldrei gert áður. Ég ætla að spila lög úr katalóginum mínum og prófa nýjar nálganir á einhver þeirra. Mögulega verða einhverjir gestir með mér á sviði en eins og er veit ég ekki hverjir þeir munu vera. Seinna í ár verð ég með fleiri sóló tónleika í Evrópu og þetta gefur mér tækifæri til að prófa mig áfram áður en ég fer út.

We in Mengi are thrilled with the response for Ásgeir's two sold out shows on September 23rd.
We have added a new one on September 30th at 21:00. Seats are very limited.