Tix.is

Um viðburðinn

Dömur og herra snúa aftur norður eftir uppselda sýningu í vor. Vegna frábærra undirtekta verða sýningarnar núna tvær með atriðum sem hafa ekki enn sést norðan heiða.

Einnig munu listamenn hópsins vera með námskeið fyrir áhugasama (sjá fyrir neðan).

Hópurinn hefur haslað sér völl bæði sunnan heiða og erlendis undanfarin ár með lostafullum og lífsglöðum fjölbragðasýningum, sannkölluðum revíum sem hafa fallið afar vel í kram áhorfenda.

Ekki er krafa að kunna íslensku enda um sjónræna upplifun að ræða. Vert er að taka fram að sýningin er ekki fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir dónabröndurum eða undrum mannslíkamans.
Aldurstakmark 20+

Námskeið

Dívan í þér með Bibi Bioux

Allt of mörg okkar burðast með neikvæða sjálfsmynd bæði andlega og líkamlega. Í burlesk og kabarett eru allir líkamar þokkafullir og allir hæfileikar gjörnýttir. Kabarettsöngdívan Bibi Bioux fjallar á þessu námskeiði um líkamsgleði og hvernig burlesk hefur hjálpað fjölda fólks að öðlast sjálfstraust og sátt. Farið verður í nokkrar einfaldar sjálfstraustsæfingar sem gagnast bæði á sviði og utan og líkamsgleðin virkjuð með allskyns skemmtilegum skvettum.

Kjörið fyrir öll sem kljást við lágt líkamssjálfsmat og einnig fyrir þau sem þurfa að koma fram í leik og starfi.

Burlesque með Maríu Callistu

Klukkutíma námskeið með Maríu Callistu þar sem farið verður í grunnspor og tækni og hvernig á að taka rassahristur upp á nýjar hæðir! Tilvalið fyrir þau sem vilja kynnast burlesque, leika sér með kynþokkann og bæta smá glamúr í lífið. Gott er að vera í mjúkum fatnaði sem hindrar ekki hreyfingar og þægilegum dansskóm.
María Callista er klassískur burlesque dansari og skemmtikraftur með mikla reynslu og ástríðu fyrir burlesque.

Húllum sprell með Bobbie Michelle

Hina eina sanna Róberta Michelle Hall einnig þekkt sem Bobbie Michelle kennir bráðskemmtilegan húllatíma. Það verður farið í grunninn á húlladans og lært ýmis trikk og trix. Burlesk andinn svífur yfir tímanum og hann endar því í sexí húll eða hooplesuqe eins og Bobbie Michelle kallar það. Tíminn hentar öllum getustigum og þarf hvorki að kunna húlla eða vera sexí, bara hafa gaman!