Tix.is

Um viðburðinn

Jelena (söngur, piano), Karl (víóla) og Margrét (harmónika) bjóða haustið velkomið í Mengi þann 29. september með einlægri og fallegri tónlist Jelenu. Haustið er jú besta árstíðin fyrir söngvaskáldatónlist og tríóið er með margt á döfinni – útgáfu nýrrar smáskífu, tónleikaferðalag til Frakklands í október og Iceland Airwaves hátíðina í nóvember.
Jelena hefur hlotið fjórar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna og unnið Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir Þjóðlagaplötu ársins 2021. Í tónlist hennar má heyra áhrif frá Serbíu, þar sem hún fæddist sem og frá Kanada þar sem hún ólst upp. Fyrst og fremst er það þó rödd hennar og frásagnarlist sem snerta hjartastrengi áheyrenda.