Tix.is

Um viðburðinn

Söngvaskáldið Una Torfa er fædd árið 2000. Una semur og spilar ljúfsár lög á íslensku um ástina og lífið og gaf hún út sína fyrstu plötu í júní árið 2022. Textar Unu eru fjölbreyttir og taka á ýmsum hliðum margslunginna tilfinninga. Hún fangar nákvæmar tilfinningar og kemur þeim í orð, finnur lítil augnablik og hverfular hugmyndir og festir þær í textum.

Una mun spila lögin sem komu henni á kortið ásamt óútgefnu efni. Tónleikarnir verða frábært tækifæri til þess að heyra óútgefið efni Unu í mögnuðum flutningi. Una lofar miklu stuði og gríðarlegri stemningu sem fæstir ættu að láta framhjá sér fara.
Það má vænta þess að heyra hugljúf saknaðarljóð, rokkskotið powerpopp, gítarsóló, trompetleik og texta og laglínur sem munu setjast að í hugum og hjörtum hlustenda.