Tix.is

Um viðburðinn

Una og Arngerður
Una Sveinbjarnardóttir: fiðla, harðangursfiðla, rödd
Arngerður María Árnadóttir: orgel, keltnesk harpa, rödd
Sérstakir gestir: Skúli Sverrisson og Davíð Þór Jónsson

Una og Arngerður búa báðar að gríðar mikilli reynslu í tónlistarheiminum sem flytjendur og
spunakonur en hafa á síðustu árum fengist æ meira við tónsmíðar samhliða öðrum verkefnum.
Á þessum tónleikum munu þær flytja eigin verk og útsetningar þar sem hljóðheimur orgelsins er
sameinaður og sundraður með öðrum hljóðfærum og rafhljóðum. Sérstakir gestir verða Davíð Þór
Jónsson píanóleikari og Skúli Sverrisson bassaleikari.

Una er fiðluleikari og tónskáld. Hún hefur unnið með Björk, Jóhanni Jóhannssyni og Atla Heimi
Sveinssyni auk fjölda annarra listamanna. Una er stofnfélagi Siggi String Quartet og eigin
tónsmíðar heyrast á öllum hennar plötum. Sem einleikari og í samstarfsverkefnum og sem
konsertmeistari Kammersveitar Reykjavíkur og SÍ leggur hún áherslu á flutning nýrrar tónlistar,
sinnar og annarra.
Ég sæki hugmyndir í tungumál og ljóð, hrynjandi og hreyfingu orða og setninga sem svo
sameinast andrúmsloftinu. Verkin mín eru mínímalísk en samt ekki.

www.unasmusic.com

Arngerður starfar sem tónskáld, organisti, kórstjóri og flytjandi og hefur lokið háskólanámi í bæði
tónsmíðum og hljóðfæraleik. Hún er meðlimur í tónlistarhópnum Umbru en þær hafa gefið út
fjórar plötur (www.umbra-ensemble.com)
Um þessar mundir leggur hún höfuðáherslu á að vinna tónlist fyrir sjónvarp og kvikmyndir en
einnig skrifar hún töluvert fyrir kammerhópa, orgel og kóra.

Ég er undir miklum áhrifum frá ljóðum, sögum og sjónlistum í minni tónsköpun. Verkin mín eru
gjarnan ljóðræn og tilfinningaþrungin þar sem ýmiss konar tilraunir með liti, hljóm og áferð eru
áberandi.

www.arngerdur.is