Tix.is

Um viðburðinn

Hljómsveitin Hr. Eydís sem sérhæfir sig í bestu 80´s lögunum blæs til alvöru 80´s veislu þann 13. október næstkomandi á Sviðinu á Selfossi.

Komdu og upplifðu þennan skrautlega áratug í allri sinni dýrð, viðburð sem enginn sannur 80´s aðdáandi ætti að láta framhjá sér fara.

Valinkunnir þjóðþekktir gestir munu að auki troða upp ásamt hljómsveitinni og taka sín uppáhalds 80´s lög.

Hljómsveitina skipa þeir Örlygur Smári, Páll Sveinsson, Ríkharður Arnar og Jón Örvar Bjarnason.

Ef þú vilt forsmekkinn af lögunum þá er rás félaganna á YouTube hér: https://www.youtube.com/@eydisband

 

4.990kr í forsölu 5.990 við hurð

18 ára aldurstakmark