Tix.is

Um viðburðinn

Bríó kynnir:

Maus 30 ára

Maus fagnar 30 ára afmæli sínu með tónleikum í Gamla bíó þann 19. október. Hljómsveitin var stofnuð í Árbænum í apríl árið 1993 og spilaði sína fyrstu tónleika þá um sumarið. Um ári síðar sigraði hún Músíktilraunir og gaf út sína fyrstu plötu þann vetur. Á næstu 12 árum sem fylgdu átti sveitin eftir að gefa út fjórar aðrar breiðskífur, eiga fjölda laga sem ómuðu á útvarpsstöðvum landsins og fá Íslensku tónlistarverðlaunin árið 1998 sem “Hljómsveit ársins”. Árið 2004 lagðist sveitin í dvala og hefur síðan 2013 komið óreglulega saman til tónleikahalds til þess að fagna vinskap og höfundarverki hópsins, helst í kringum endurútgáfur platna þeirra á vínyl. Mausarar fagna afmælinu með því að spila sín vinsælustu lög auk vel valinna laga af plötunum fimm. - Ýmis Maus varningur verður til sölu á tónleikunum.
Þeir sem kaupa Musick LP eða Maus bol með tónleikamiðanum fá varninginn afhentan á tónleikastaðnum.