Tix.is

Um viðburðinn

Útgáfutónleikar plötunnar Roughness and Toughness, fimmtudaginn 31. Ágúst í gamla Nýló salnum á neðri hæð Kex Hostel. Godchilla og Dauðyflin sjá um upphitun

Fyrir mörgum gjaldþrota flugfélögum og eldgosum síðan var Íslenska sludge, pönk og stóner þungarokkssveitin Graveslime það sem málsmetandi grúskarar og slammarar töluðu um.
Eftir að hafa sprengt hljóðhimnur víðsvegar um Reykjavík á stuttu æviskeiði hljómsveitarinnar var samtímis unnið að gerð og útgáfu einnar dáðustu költ-plötu síðari ára sem fékk nafnið Roughness And Toughness (2003). Tilurð og fæðing hennar er efniviður í lygilega heimildarmynd. Útgáfutónleikar hennar fóru fyrir bý þar sem Graveslime varð fljótlega óstarfhæf.

Í tilefni 20 ára afmælis Roughness And Toughness á geisladisk var nýverið efnt til söfnunar fyrir einni veglegustu vínil endurútgáfu á íslenskri jaðarplötu til þess. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Söfnunin gekk framar vonum og áheitafólk Graveslime fékk sjóðaheita plötuna í lúkurnar fyrr í sumar og fögnuðurinn var ægilegur. Þessi tónlist hefur alltaf átt að heyrast af sveittum, litríkum og snarkandi vínil.

Til að fagna afmæli Roughness And Toughness mun Graveslime ásamt Godchilla og Dauðyflunum spila á tónleikum henni til heiðurs, í tónleikasal KEX Hostel, og þar með votta henni þá útgáfutónleikavirðingu sem hún aldrei fékk árið 2003. Þá verða liðin rúm tuttugu ár síðan þessi háværa, dularfulla og sjarmerandi áhrifasveit lék á tónleikum í Reykjavík.