Tix.is

Um viðburðinn

Við siglum stolt úr gömlu höfninni í Reykjavík föstudaginn 11. ágúst. Báturinn vaggar í takt við alla hýrustu poppsmellina og kannski nokkra sjómannavalsa. Klukkustundarlöng sigling í kringum eyjarnar á Faxaflóa þar sem þú sérð borgina frá nýju sjónarhorni. Fordrykkur og huggulegheit frá kl. 18:00. Vinsamlega mætið tímanlega því að skipið leggur úr höfn á slaginu kl. 19:00 – skipstjórinn líður engar tafir! Við bendum á að miðaframboð er takmarkað – síðustu ár hefur selst upp snemma.

Hinsegin dagar eru haldnir árlega í Reykjavík. Hátíðin fagnar menningu, mannréttindum og margbreytileika og hefur skipt höfum fyrir réttindabaráttu hinsegin fólks undanfarna áratugi. Nánari upplýsingar um Hinsegin daga má finna á

hinsegindagar.is

Hinsegin agar 

Reykjavík Pride