Tix.is

Um viðburðinn

Krumma Björgvinsson þarf vart að kynna en í fljótu bragði má nefna hljómsveitirnar Mínus, Legend og Esja en undanfarin ár hefur Krummi unnið að sinni fyrstu sólóplötu og færst nær þjóðlagatónlist og kántrý rokk í sinni sköpun. Þá hafa smáskífur hans Stories To Tell (fyrsta sæti á Rás 2 í 5 vikur), Frozen Teardrops (top 10 á Rás 2 og Bygjunni) og ábreiðan Vetrarsól (fyrsta sæti á Bylgjunni) gert það ákaflega gott síðustu misseri og nýjasta lagið hans Bona Fide fór einnig á topp vinsældarlista Rásar 2.

Krummi semur einlæga samsuðu af kántrý, rokk, þjóðlagatónlist og blús. Með sálarríkum söng og áleitnum samhljómum syngur hann um raunir og þrengingar lífsins.

Nánari upplýsingar um Haustgildi, menning er matarkista er að finna á haustgildi.is