Tix.is

Um viðburðinn

2023. Plánetan Jörð. Lýðveldið Ísland.


Á haustmánuðum mun breiðskífan Ást & praktík með hljómsveitinni Hipsumhaps líta dagsins ljós. 12 ný lög, heitpressuð í Danmörku, sem draga saman allt það helsta úr hversdagsleika og sálarlífi nútímamannsins.

Þann 15. september kemur platan út á vínylformi áður en hún verður gerð aðgengileg í stafrænni veröld streymisveitna. Af því tilefni verður blásið til sérstakrar tónleikaraðar á neðri hæð KEX Hostel þar sem fólki gefst tækifæri á að upplifa plötuna fyrst í gegnum lifandi flutning og tryggja sér um leið nýpressað vínyleintak og meððí.


Áhöfn Hipsumhaps þessa tónleika skipa:

Fannar Ingi Friðþjófsson - söngur

Kristinn Þór Óskarsson - gítar

Ólafur Alexander Ólafsson - bassi

Óskar Guðjónsson - saxófónn

Rakel Sigurðardóttir - bakraddir

Tómas Jónsson - hljómborð

Þorvaldur Halldórsson - trommur


Húsið opnar kl. 20:00 og þá þegar verður farið að hrista ofan í tónleikagesti sérstakan kokteilaseðil á vegum Tangueray. Seðillinn er samhljóma lagalista plötunnar þar sem hvert lag fær sitt eigið hanastél, innblásið af texta og tónum verksins. Tónleikar hefjast síðan stundvíslega kl. 21:00.

Það er takmarkað magn miða í boði á þennan eftirsóknarverða gleðskap, enda verður stemningin náin. Við mælumst því til þess að fólk tryggi sér aðgang fyrr en síðar. Þetta verður sitjandi geim og öll eldri en 20 ára eru boðin velkomin.

Þessi tónleikaröð er haldin í ástríðufullu og praktísku samstarfi við KEX Hostel, Tuborg, Red Bull og Losti.is.