Tix.is

  • Sumar 2023
Um viðburðinn

Klessulaus 101 Reykjavík er yfirskrift verkefnis sem Guðjón Óskarsson „tyggjókall“ hóf 1. júlí.


Verkefnið Klessulaus 101 Reykjavík felur í sér að fjarlægja um 38.000+ tyggjóklessur í 92 götum í miðborginni, alls um 52 km vegalengd.


Hægt verður að styrkja verkefnið með því að kaupa hreinsun á tíu metra löngum bútum hér á TIX.is, en allur hagnaður rennur til Umhyggju- félags langveikra barna.


Gott er að hafa nokkur atriði í huga:

  • Kaupa miða“ er að kaupa 10 metra bút af valdri götu.
  • Eftir val á götu birtist „veldu sæti“, sem táknar að velja 10 metra bút.
  • Hver 10 metra bútur birtist sem einn „miði
Götur birtast eftir verðflokkum, sem eru 6. Verðin eru frá 250 kr. til 2.000 kr. fyrir hvern 10 metra bút, en verðin reiknast eftir tyggjóklessufjölda á gangstéttunum.


Hægt er að nálgast frekari upplýsinga um verkefnið á www.tyggjoidburt.is og fylgjast með framvindu verksins á korti á heimasíðunni.