Tix.is

Um viðburðinn

Tuuli Rähni fæddist í Tallinn, Eistlandi og lauk þar 1986 píanónámi við Tónlistarmenntaskóla. 1991 lauk hún
píanónámi við Eistnesku Tónlistarakademíuna hjá prófessor Peep Lassmann (fyrrum nemandi Emil Gilels).
Tuuli útskrifaðist með Cum Laude
1991 byrjaði Tuuli í meistaranámi við Tónlistarháskóla í Karlsruhe, Þýskalandi bæði í píanóeinleik og
seinna í píanókammertónlist og útskrifaðist með láði.
Árið 1997 flutti Tuuli ásamt eiginmanni til Kyoto í Japan og vann þar sem píanókennari við Kyoto
Konservatoríið.
Sem píanóleikari og kammerleikari hefur Tuuli Rähni haldið tónleika í mörgum Evrópulöndum, í Japan og á
Íslandi. Tuuli hefur leikið í útvarp og sjónvarp og ásamt eiginmanni, klarinettuleikaranum Selvadore Rähni
spilað inn geisladiska fyrir Naxos.
Tuuli flutti til Íslands ásamt fjölskyldu árið 2005. Hér lauk hún orgelnámi sem einleikari og kantór við
Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Orgelkennari hennar var Björn Steinar Sólbergsson.
Tuuli hefur leikið orgeltónleika á orgelsumri í Hallgrímskirkju í Reykjavík, orgelsumri í Dómkirkjunni í
Tallinn, orgelsumri í Lüneburg í Þýskalandi. Haustið 2022 fór hún í orgeltónleikaferð til Þýskalands, meðal
annars spilaði hún í Marktkirche Hannover og Grosse Kirche í Bremerhaven.