Tix.is

Um viðburðinn

Mads Høck (f. 1968) stundaði nám í orgelleik hjá Hans Fagius, Susan
Landale og Naji Hakim og starfar sem organisti við Grundtvigs kirkjuna í
Kaupmannahöfn, Danmörku.
Mads kennir spuna og orgelleik við Konunglega tónlistarháskólann í
Kaupmannahöfn og kirkjutónlist fyrir guðfræðinga. Sem einleikari hefur hann
komið fram í Noregi, Svíþjóð, Lettlandi, Þýskalandi, Belgíu, Frakklandi,
Portúgal, Englandi og á Ítalíu. Mads hefur meðal annars leikið öll orgelverk
Maurice Duruflé inn á geisladisk auk þess umritun á píanótónlist Edwards
Griegs fyrir orgel. Sem tónskáld hefur hann samið tónlist fyrir orgel, orgel og
málmblásara, kór, strengjasveit og kantötur fyrir barokkhljómsveit.