Tix.is

Um viðburðinn

Teepa Snow er einn helsti talsmaður vesturlanda, fyrir fólk með heilabilun.
Hún er iðjuþjálfi að mennt,aðstandandi og með yfir 30 ára starfsreynslu, bæði í beinni þjónustu og fræðistarfi.

Það að nálgast heilabilun fólks með jákvæðni og að þjónusta miðist út frá því, er aðalatriðið í efnistökum Teepu, Positive Approach to Care= PAC –  eru kjörorð hennar– „TILL THERE IS CURE THERE IS CARE “,eða Jákvæð nálgun í þjónustu.

Hún heldur fyrirlestra víða um heim og er vinsæl fyrir nálgun sína og lifandi aðferðir við að miðla þekkingu sinni til áheyrendanna.

Hugmyndafræði Teepa Snow endurspeglar menntun hennar og starfsreynslu en einnig styðst hún við vísindin og byggir á eigin reynslu af því að veita þjónustu.
Út frá þessu þróaði hún kerfi sem kallað er GEMS®  sem aðferðir hennar endurspegla.

Fyrirtæki hennar veitir ráðgjöf, fræðslu og þjálfun, bæði á netinu og í beinum samskiptum við fagfólk, aðstandendur og fólk sem lifir við breytingar á heilastarfsemi..

Í starfi sínu sem fræðslustjóri Alzheimer samtakanna í N-Carolina fylki í Bandaríkjunum tók Teepa þátt í að byggja upp frábært starf samtakanna og lyfti grettistaki varðandi þjónustu við fólk með heilabilun.

 Á vefsíðu hennar https://teepasnow.com  er að finna fræðslumyndbönd, bækur, upplýsingar um möguleika á námi og réttindum til starfa, stuðningshópa á netinu, áskrift að fréttabréfi og þjálfun á vinnustöðum.