Tix.is

Um viðburðinn

Það verður sannkölluð tónlistarveisla með partý-singalong-gæsahúðar-stemningu á Hótel Blönduósi laugardagskvöldið 22. júlí.

Dagur Sigurðsson og Einar Örn Jónsson flytja bestu lög tónlistarsögunnar, smelli, hittara og bangera - kraftballöður og rokkslagara - íslenskt og útlenskt. Við erum að tala um Bowie, Bítlana, Billy Joel, Bo, Queen, Gunna Þórðar, Elton, Magga Eiríks, Led Zeppelin, Eyfa, Whitney og svo framvegis og svo framvegis.

Dagur sló í gegn þegar hann sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna. Hann var svo hársbreidd frá því að vinna Söngvakeppnina árið 2018 með laginu Í stormi. Dagur hefur á síðustu árum sungið sig inn í hjörtu Íslendinga, m.a. á fjölda stórtónleika, t.d. á Fiskidagstónleikunum.

Einar hefur átt farsælan feril í poppinu, frá því hann var konsertmeistari MA seint á síðustu öld og er helst þekktur fyrir hljómborðsleik með Í svörtum fötum. Hann er einnig forsprakki hljómsveitarinnar Löður sem hefur sent frá sér nýtt efni á síðustu misserum.


Ekki missa af þessum einstaka viðburði og munið að það er bannað að syngja ekki með.