Tix.is

Um viðburðinn

„Hvað gerist næst, hvert er framhaldið?“ er fyrsta setningin á Fram í rauðan dauðann, fyrstu sólóplötu JóaPé sem kom út 21.október síðastliðinn.

Þann 23.júní næstkomandi ætlar JóiPé að stíga á svið ásamt hljómsveit og flytja plötuna í heild sinni. Þetta verður einungis í annað sinn sem að heyra má plötuna í lifandi flutningi, og því um einstakt tækifæri að ræða.

Jói vann plötuna með stórvalaliði íslenska tónlistarbransans en hljóðheimur verkefnisins var unninn með Magnúsi Jóhanni og Hafsteini Þráinssyni. Þeir lögðu upp með að kjarna vissan hiphop hljóðheim en vildu á sama tíma blanda því stafræna með því lifandi, því harða með hinu ljóðræna. Með því að kalla til strengjakvartett, Tuma Árnason á saxafón og Magnús Trygvason Eliassen á trommur í bland við píanóspil Magnúsar Jóhanns og gestasöngvara á við Valdimar Guðmundsson, fæddist 10 laga tónverk sem fer beint á blöð tónlistarsögu Íslands.

Það verður DJ að hita upp fyrir Jóa, svo um að gera að mæta fyrr. Dj byrjar kl 21:30, JóiPé stígur svo á svið kl 22:00 og spilar í um það bil eina klukkustund, án hlés. Aldurstakmark á tónleikana er 18 ára