Tix.is

Um viðburðinn

Í samstarfi við Tilveruna veitingahús og Bæjarbíó

Hefur þú einhvern tímann hugsað um miðjan desember… af hverju er ég ekki búin að prjóna jólapeysu? Í ár ætlum við að byrja tímalega á jólapeysunni. Að því tilefni höldum við uppfitji partý þann 8.júlí í Hjarta Hafnarfjarðar við Bæjarbíó. Gefnar verða út tvær nýjar jóla peysu uppskriftir eftir vinkonurnar Eddu Lilju og Arndísi Ósk.

Viðburðurinn stendur yfir frá klukkan 14:00-17:00 þar sem þú getur fitjað upp í góðra vina hópi, gætt þér á dýrindis humarsúpu frá Tilverunni og ískalt hvítvín með..
Viðburðurinn er opinn öllum sem ætla að prjóna jólapeysu í ár.
Aðgangur að viðburðinum fylgir með uppskriftunum, sem eiga eftir að fá nöfn... svo við köllum þær Edda og Arndís þar til þær hafa fengið sín eigin fallegu nöfn. Og svo getur þú að sjálfsögðu keypt þær báðar og boðið uppáhalds prjónavini með 

Ef þú ert ekki til í að fara heim klukkan 17 er tjaldið opið langt fram á kvöld þar sem stanslaus gleði verður í báðum tjöldum með lifandi tónlist frá kl 20:00.

Tryggðu þér aðgang tímanlega Ath að takmarkað magn uppskrifta verður í sölu og má búast við að þær seljist allar upp.

Nánari upplýsingar í Garnbúð Eddu