Tix.is

Um viðburðinn

Dragfjölskyldan House of Heart hefur tryllt lýðinn í Reykjavík síðustu misseri og ætlar nú loksins að heimsækja miðpunkt menningar á Suðurlandi, Sviðið á Selfossi!


Fjölskyldan samanstendur af skrautlegum karakterum og við lofum ykkur glitrandi, ofurhýrri skemmtun fullri af kjánabröndurum, dansi og gleði! Við hvetjum ykkur til að mæta í litríkustu sparifötunum og vera fabjúlöss með okkur

 

House of Heart eru:

 Ættmóðirin Lola von Heart

 Kúl mamman Chardonnay Bublée

 Fyndni pabbinn Milo de Mix

 Dóttirin og stolt Selfyssinga, Úlla la Delish

 

Staður: Sviðið Selfossi

Stund: 23. júní, kl. 21.00

Miðar: 2900.- á tix.is (tryggðu þér miða í forsölu því venjulega er uppselt á Heart Attack!)

ATH: þótt drag "fjölskylda" sé á sviðinu er sýningin ekki ætluð börnum