Tix.is

Um viðburðinn

Þann 24.ágúst 2023 hefði Bjarki Friðriksson orðið fimmtugur, en hann lést skyndilega úr heilahimnubólgu árið 1993, tæplega tvítugur. 

Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, systir Bjarka, ætlar að minnast hans með tónleikum í Norðurljósasal Hörpu sunnudaginn 27. ágúst kl.16:00 

Karl Olgeirsson mun spila á Bjarkann, hammondorgel sem safnað var fyrir árið 2018 með dyggri aðstoð góðra vina. Hammondið var nefnt eftir Bjarka til minningar um hann. Hammondið á sér varanlegan stað í Hörpu og listamenn sem spila í húsinu hafa lýst yfir mikilli ánægju með hljóðfærið. 

Sérstakir gestir:
- hin einstaka Edda Björgvinsdóttir, nýútskrifuð úr sálgæslunámi við Háskóla Íslands.
- Katla Þórudóttir Njálsdóttir söngkona

Allur ágóði tónleikanna mun renna til Sorgarmiðstöðvarinnar.