Tix.is

Um viðburðinn

Snorri Ásmundsson píanóleikari og jólabarn spilar og syngur jólalög fyrir gesti ásamt Jólagestum í Þjóðleikhúskjallaranum, þriðjudaginn 19 desember kl 20. Snorri var skírður á Jóladag og hefur síðan þá verið mikið Jólabarn og kann frá mörgu að segja bæði harmþrungnu og hamingjuríku. Hann gaf út Jólaplötuna sem ber nafnið “Jólasveit og Jóladís” fyrir nokkrum árum og er hún af mörgum talin ein allra besta Jólaplata seinni ára. Snorri vaknaði oftar en einu sinni í steininum á aðfangadag fyrir drykkjuskap og ólæti, en hann lagði flöskuna til hliðar fyrir meira en 20 árum. Jólagestirnir eru ekki af verri endanum og má þá einna helst nefna sjálfan Davíð Oddsson. Ásamt því að flutt verði falleg jólalög verða sagðar jóla sögur og ævintýri.