Tix.is

Um viðburðinn

Vocal Project endurtekur leikinn frá 2018 þegar kórinn flutti tónlist eftir goðsagnir poppkúltúrsins. Og nú er komið að framhaldinu.

Dolly Parton, Whitney Houston, Guns N’ Roses, Led Zeppelin, Elton John og fleiri góðkunningjar pabbarokkara og diskódíva rötuðu á efnisskránna í ár og verða lög þeirra flutt við alvöru hávaðaundirleik húsbandsins, sem að þessu sinni er skipað Guðmundi Stefáni Þorvaldssyni á gítar, Sam Pegg á bassa, Kjartani Valdemarssyni á hljómborð og Jóni Geir Jóhannssyni á trommur.

Sem fyrr er Gunnar Ben stjórnandi kórsins, en hann er Mývetningur, óbóeigandi og spilar stundum þjóðlagametal.

Athugið að almennt miðaverð á tónleikana er kr. 5500, en þeir sem tryggja sér miða fyrir 10. maí greiða einungis kr. 4900 fyrir miðann!