Tix.is

Um viðburðinn

Hvað: Einstaklingsverk sviðshöfunda
Hvenær:
- 4. maí kl. 19:30 - 20:20
- 5. maí kl. 17:30 - 18:20
- 7. maí kl. 18:00 - 18:50
Hvar: LHÍ, Laugarnesvegur 91, 1. hæð, L220 / Kubburinn
Hver: Gígja Hilmarsdóttir

Hin heimavinnandi Ólína boðar Stellu vinkonu á neyðarfund til að fá aðstoð við að svara bréfi sem eiginmanni hennar barst nokkrum mánuðum fyrr. Ólína er þó tímabundin því hún á í vændum ferlega rómó kvöld með eiginmanninum. Stella hefur hins vegar annað í hyggju og vill troða sér með, flytja fyrir þau atriði, fara í leiki og dýfa sér í lúxusbað.

Hvort skiptir meira máli sjálfsálitið eða almenningsálitið? Svar við bréfi Petru tekur á skylduvináttu, fjölskyldulífinu, valdabaráttu, greddu og ofbeldi.

Verkið tekur á ofbeldisfullum málefnum og er ekki ætlað börnum.

Höfundur og leikstjóri: Gígja Hilmarsdóttir
Leikarar: Hólmfríður Hafliðadóttir, Hrafnhildur Ingadóttir og Stefán Kári Ottósson
Aðstoðarleikstjórar: Álfgrímur Aðalsteinsson og Lea Alexandra Gunnarsdóttir
Sérstakar þakkir: Egill Ingibergsson, Eygló Hilmarsdóttir og Kjartan Þórisson

Sýningin er á annarri hæð í Listaháskóla Íslands í Kubbnum, L220 .
Gengið er inn um aðalinngang Listaháskólans, Laugarnesvegi 91.
Hurð opnast með hnappi.
Aðgengi: Við innganginn eru tvö stæði merkt fyrir fatlaða og lyfta er á staðnum og farið er í gegnum vinnustofur til að nálgast rýmið.
Sýningin er á íslensku.