Tix.is

Um viðburðinn

Hvað: Einstaklingsverk sviðshöfunda
Hvenær:
- 4. maí kl. 17:30 - 18:40
- 6. maí kl. 19:00 - 20:10
- 7. maí kl. 16:00 - 17:10
Hvar: LHÍ, Laugarnesvegur 91, 1. hæð, L143
Hver: Tómas Arnar Þorláksson

Gummi, Páll og Stína sitja upp í tré og r - í - ð - a - s - t - en það kemur babb í bátinn þegar að Úlfur kærasti Stínu er á leiðinni heim. Stína reynir eins og hún getur að koma strákunum út áður en að kærastinn kemur heim en það reynist erfiðara en hún vonaðist til. Tabúrgía er frumsamið leikrit sem fjallar um ástina í samtímanum og ýmis tabú umfjöllunarefni. Verkið tekur á erfiðum málefnum endilega hafið samband ef þörf er á nánari upplýsingum.

Tómas Arnar Þorláksson, höfundur og leikstjóri. Mikael Emil Kaaber, aðstoðarleikstjóri. Vilberg Andri Pálsson, dramatúrgur. Berglind Alda Ástþórsdóttir, Mímir Bjarki Pálmason, Jakob Van Oosterhout og Jón Bjarni Ísaksson, leikarar. Arna Björk Þórsdóttir, danshöfundur.

Sérstakar þakkir: Egill Ingibergsson, skemmtistaðurinn Astró og Bekkurinn minn.

Gengið er inn um aðalinngang Listaháskólans á Laugarnesvegi 91. Við innganginn eru tvö stæði merkt fyrir fatlaða. Hurð opnast með hnappi. Sýningin er á fyrstu hæð í black boxi/stofu merktri L143.

Trigger Warning.
Notast er við mjög háa tónlist og strobe ljós í sýningunni.