Tix.is

Um viðburðinn

Hvað: Einstaklingsverk sviðshöfunda
Hvenær:
- 7. maí kl. 19:00 - 20:00
- 7. maí kl. 21:00 - 22:00
Hvar: LHÍ, Laugarnesvegur 91, 2. hæð, L223
Hver: Egill Andrason

Árið er 3033. Úti er öll trú.
Alheimsfrumsýning á geim/róbóta/stuð/rugl/söngleiknum VITFÚS BLÚ er handan við hornið. Eru þið tilbúin? Eru þið í stuði!?!?! Eins gott að panta miða sem fyrst, aðeins 120 manns fá aðgang að Club DMX til að hlusta á Valerie Poppskínu fara með sinn nýjasta hittara: „Gimme Your Face”. Algríma Neatherport er um þann mund að fullkomna Sálsundrunginn sem hún ætlar að nota til að sprengja sál mannkynsins og sigra stríðið. Mun henni takast það? Eða mun VITFÚS BLÚ stöðva hana í tæka tíð? Tekst að lögleiða hjónaband róbóta og manna? Tja, þú verður að mæta klukkan 19 eða 21 sunnudaginn 7. maí upp í LHÍ Laugarnesi til að komast að því.

Leikstjóri, laga-texta-og handritshöfundur:
Egill Andrason
Aðstoðarleikstjóri og meðhöfundur:
Hafsteinn Níelsson.
Tónlistardramatúrg og meðhöfundur:
Kolbrún Óskarsdóttir
Sviðshreyfingar:
Sara Lind Guðnadóttir
Söngstjóri:
Eik Haraldsdóttir

Leikarar:
Halldór Ívar Stefánsson
Helga Salvör Jónsdóttir
Mikael Emil Kaaber
Mímir Bjarki Pálmason
Molly Mitchell
Salka Gústafsdóttir
Sölvi Viggósson Dýrfjörð

Hljómsveit:
Guðmundur Grétar á gítar
Moritz Christiansen á saxófón og þverflautu
Jóhann Þór Bergþórsson á bassa
Oddur Helgi Ólafsson á harmonikku og saxófón
Þorsteinn Jónsson á slagverki
Þórhildur Hólmgeirsdóttir í hljómsveitarstjórn og á hljómborði

Pródúsent á raftónlist
Una Mist Óðinsdóttir

Hönnun á plakati
Brynja Sigurðardóttir

Ljósahönnun
Sölvi Viggósson Dýrfjörð ásamt Agli Andrasyni

Búningahönnun
Hildur Kaldalóns Björnsdóttir


Gengið er inn um aðalinngang Listaháskólans á Laugarnesvegi 91. Við innganginn eru tvö stæði merkt fyrir fatlaða. Hurð opnast með hnappi. Farið er svo eftir leiðbeiningum innanhúss sem leiða í Sýningarsalinn. Hjólastólaaðgengi er að salnum en aðeins í gegnum stóra lyftu og vinnustofur.
Sýningin er á íslensku.