Tix.is

Um viðburðinn

Bjórhátíðin á Hólum er búin að festa sig í sessi sem ein helsta bjórhátíð landsins. Flest öll brugghús mæta á hátíðina og munu gestir geta smakkað bjór frá þeim að vild, eða þangað til kútarnir tæmast. Hátíðin hefur líka þróast í það að vera mikil matarhátíð og verður ýmislegt á grillinu fyrir gesti og gangandi til að fá sér. Yfirleitt hafa brugghúsin komið með margar nýjungar sem þau eru að prófa sig áfram með og oft hafa bjórar sem hafa fengið góðar móttökur hátíðargesta endað í Vínbúðinni og á börum landsins.  

Gott og skjólsamt tjaldsvæði er á Hólum (í Hólaskógi), sjá nánar hér: https://tjoldumiskagafirdi.is/is/holar-i-hjaltadal/ og einnig er hægt að hafa samband við Hjaltadalur ferðaþjónusta á www.visitholar.is og athuga með gistipláss.