Tix.is

Um viðburðinn

Tónleikarnir og fjölskyldusýningin Hjartans mál fara fram í Menningarsal Hellu þann 30. apríl kl. 15.30 og á Midgard Hvolsvelli þann 1.maí kl.17.00.

Um er að ræða heimsfrumflutning laga plötunnar Hjartans mál sem kemur út í maí. Lög og textar eru eftir Hófí Samúels.

Flytjendur munu klæðast náttfötum og sviðsmyndin verður litrík og kósý!

Flytjendur eru þau Hólmfríður Samúelsdóttir, Arnar Jónsson, Greta Mjöll Samúelsdóttir, Rakel Pálsdóttir, Glódís Margrét Guðmundsdóttir, Ásta Björg Björgvinsdóttir, Unnur Birna Björnsdóttir, Sigurgeir Skafti Flosason og Óskar Þormarsson. Börn taka þátt í flutningi nokkurra laga.

Tónleikarnir eru ætlaðir fólki á aldrinum 0-99 ára. Efnið er hugsað fyrir barnið í okkur öllum og er því ekki síður fyrir fullorðna en börn. Frítt er fyrir 0-6 ára (leikskólabörn) og 90 ára og eldri!

Markmið verksins er að skapa ró, styrkja tengsl og líða vel. Myrkvaður salurinn verður fylltur af rafmagnskertum og norðurljósalömpum til að skapa töfrandi heim. Lítið verður um stóla en mikið um pullur, dýnur, teppi og kodda! Gestir eru hvattir til að mæta í kósýfötum og taka með sér teppi og jafnvel bangsa! Allt verður gert til að skapa ævintýralega stund og eftirminnilega upplifun!