Tix.is

Um viðburðinn

HVAR ERT ÞÚ NÚ? - STUTTMYND UM LÁTIN VIN, SÝND TIL STYRKTAR PÍETA SAMTAKANNA

Þegar Steiní frétti að hans ástkæri vinur Kristinn Þór Styrmisson hafði fallið fyrir eigin hendi, þá leitaði hann á griðarstað sinn. Hann byrjaði að fara í gegnum gömul myndbrot af Kristni sem höfðu safnast saman í gegnum árin. Í þeim sá hann dreng sem naut lífsins, elskaði vini sína heitt og kunni að atast í samferðafólki sínu. Myndin Hvar ert þú nú? er vandað kvikmyndaverk skapað úr djúpstæðri sorg og ást fyrir vin sinn sem hvarf á brott alltof snemma.


Upprunalega átti kvikmyndaverkið að vera fyrir fjölskyldu og vini hans Kristins. En myndin varð þess eðlis að við, vinir og fjölskylda Kristins, fundum okkur knúin til að sýna þessa mynd fyrir almenningi, til að styrkja þeirri mikilvægu starfsemi sem Píeta samtökin sinna og minna fólk á hjálpin er alltaf til staðar.


Myndin verður sýnd fyrir almenningi 27 apríl í Félagsheimilinu Flúðum klukkan 20:30. En húsið opnar 20:00. Allur ágóði rennur til Píeta samtakanna.


DAGSKRÁ Í FÉLAGSHEIMILINU Á FLÚÐUM 27 APRÍL

20:00 - Hús opnar

  • Ræða frá skipuleggjendum
  • Töst Ísland býður okkur að skála

20:30 - Sýningin hefst

20:45 - Umræður hefjast í sal


Athugið! Hægt er að fylgjast með viðburðinum á Facebook síðu eða Instagram síðu þess, Hvar ert þú nú? - Stuttmynd til styrktar Píeta.

Miðasala fer líka fram við dyr í Félagsheimilinu frá 20:00 á fimmtudeginum.