Tix.is

Um viðburðinn

10 ára afmælissýning söngleikjadeildar Söngskóla Sigurðar Demetz

Algjörlega ómissandi sýning fyrir alla fjölskylduna

Búðu þig undir að öskra af hlátri á söngleiknum Eitthvað rotið! (Something Rotten!) sem gerði allt vitlaust á Broadway, nú í fyrsta sinn í íslenskum búningi.

Aðeins örfáar sýningar í hinu frábæra Gaflaraleikhúsi

Söngleikjadeildin er stolt af því að bjóða Íslendingum upp á þessa frábæru sýningu sem hlaut 10 tilnefningar til Tony-verðlauna auk fjölda annarra viðurkenninga og var meðal annars boðið í Hvíta húsið í forsetatíð Obama.

Sýningin gerist á endurreisnartímanum í Bretlandi og segir frá lífi tveggja bræðra sem berjast við að skjóta keppinauti sínum, sjálfum Shakespeare, ref fyrir rass í vinsældum. Í leit sinni að velgengni ráðfæra þeir sig við spámiðil sem segir þeim að framtíð vinsælda í leikhúsum liggi í söngleikjum. Bræðurnir vinda sér samstundis í að semja heimsins fyrsta söngleik en sú vegferð er full af bráðfyndnum uppátækjum og óvæntum atvikum.

Sýningin er stútfull af sprenghlægilegum augnablikum, dunandi dansi (þar á meðal steppi, sem er nýlunda í deildinni) og frábærum lögum í þýðingu Þórs Breiðfjörð og Orra Hugins Ágústssonar, sem þýddu einnig Ljósku í gegn í fyrra.



Deildin skartar rísandi stjörnum og ungu hæfileikafólki sem á framtíðina fyrir sér, þar má meðal annars nefna hana Siggu Ózk sem gerði það gott í söngvakeppni Ríkisútvarpsins. Saman flytja þau áhorfendur yfir í heim endurreisnarinnar þar sem allt getur gerst í þessum kostulega tónlistarfarsa.

Tryggðu þér miða núna á þessa ógleymanlegu kvöldstund, frumsýningin er nú þegar vel á veg komin með að verða uppseld!



Þetta er tíunda uppsetning söngleikjadeildar Söngskóla Sigurðar Demetz. Deildin sérhæfir sig í að þjálfa og mennta unga söngleikara sem halda síðan áfram í háskólanám.

Íslenskir söngtextar: Orri Huginn Ágústsson, Þór Breiðfjörð.

Þýðing leiktexta: Orri Huginn Ágústsson, Þór Breiðfjörð (aðstoð)

Söngleikjadeildarteymið: Ingvar Alfreðsson (meðleikari/tónlistarstjóri), Jana María Guðmundsdóttir (söngkennari), Orri Huginn Ágústsson (leiklist/leikstjóri), Auður Bergdís Snorradóttir (danshöfundur), Rebecca Hidalgo (danshöfundur) og Þór Breiðfjörð (söngkennari, framleiðandi og deildarstjóri).


Leikendur:

Agnes Emma Sigurðardóttir - Leikhópur

Aron Daði Ichihashi Jónsson - Níels frá Botni

Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson - Tómas Trjóna, leikhópur

Bergþóra Sól Elliðadóttir - Leikhópur

Hrefna Hlynsdóttir - Nostradamus

Hulda Eir Sævarsdóttir - Snikki, leikhópur

Ilmur María Arnarsdóttir - Leikhópur

Íris Árnadóttir - Lafði Clapham, leikhópur

Ísak Leó Kristjánsson - Nikulás frá Botni

Jóhanna Dagný Álfhildardóttir - Leikhópur

Matthildur Steinbergsdóttir - Bróðir Jeremías, leikhópur

Máni Emeric Primel Steinþórsson - Vilhjálmur Shakespeare

Natalía Erla Arnórsdóttir - Shylock, leikhópur

Natalía Sif Stefánsdóttir - Farandspilari, leikhópur

Oliver Alí Magnússon - Leikhópur

Rannveig Lilja Sigurðardóttir - Frans Flauta, leikhópur

Sigríður Ósk Hrafnkelsdóttir - Portia

Sigurður Þorkell Vignir Ómarsson - Þröstur, leikhópur

Snjólaug Vera Jóhannsdóttir - Bíbí

Sóley Arngrímsdóttir - Pétur Kvistur, leikhópur


Búningar og útlit: Sara Líf Magnúsdóttir, búningahönnuður

Leikmunagerð: Ísak Leó Kristjánsson

Leikmyndasmiður: Máni Emeric Primel Steinþórsson

Yfirumsjón með förðun og hári: Sóley Arngrímsdóttir

Danskapteinar: Hrefna Hlynsdóttir, Sigga Ósk, Bergþóra Sól og Ilmur María Arnarsdóttir

Kynningarefni (vídeó/ljósmyndir): snjokallinn

Grafísk hönnun: Ilmur María Arnarsdóttir

Samfélagsmiðlar og skipulagning markaðsefnis: Hrefna Hlynsdóttir, Sigga Ósk, Matthildur Steinbergs

Leikstjóri er Orri Huginn Ágústsson, tónlistarstjóri Ingvar Alfreðsson og danshöfundar Auður Bergdís Ástudóttir og Rebecca Hidalgo.



SOMETHING ROTTEN!


Handrit eftir Karey Kirkpatrick og John O'Farrell


Tónlist og söngtextar eftir Wayne Kirkpatrick og Karey Kirkpatrick

Hugmynd: Karey Kirkpatrick og Wayne Kirkpatrick

Þessi áhugamannaleiksýning er flutt skv. samkomulagi við Music Theatre International. Allt efni tengt leyfisveitingunni kemur einnig frá MTI hjá

www.mtishows.co.uk

.

Þróað í samvinnu við 5th Avenue Theatre, Seattle, WA, David Armstrong, aðalframleiðanda og listrænan leikstjóra, Bernadine Griffin framkvæmdastjóra og Bill Berry, framleiðsluleikstjóra.

Umsóknir í söngleikjadeild og/eða skólann almennt:

www.songskoli.is

Umsjón/framleiðsla: Þór Breiðfjörð, deildarstjóri söngleikjadeildar og aðstoðarskólastjóri.