Tix.is

Um viðburðinn

Konur hafa í auknum mæli látið að sér kveða í kvikmyndagerð en það verður seint talinn auðtroðinn vegur og aukningin er hæg. Í dag er þátttaka kvenna í kringum 22-25% samanborið við 13% í lok síðastu aldar. Er það nóg? 

Stockfish kvikmynda og bransahátíð hefur boðið Jodie Foster, leikkonu, framleiðanda og leikstjóra í opnar umræður um málefnið ásamt Marianne Slot framleiðanda og Halldóru Geirharðsdóttur leikkonu. Hrönn Kristinsdóttir framleiðandi og listrænn stjórnandi hátíðarinnar mun leiða umræðurnar og geta áheyrendur í sal spurt spurninga og tekið þátt.  

Rætt verður um stöðu kvenna í kvikmyndagerð í dag, hvaða breytingar hafa orðið á síðustu árum. Hvað hefur orðið til batnaðar og hvað þarf til að konur geti tekið jafnan þátt á við karla. Er þessar tölur svona lágar sökum þess að konur hafa ekki áhuga eða er umhverfið þannig að þær eiga hreinlega ekki kost á sömu tækifærum og karlar? 

Umræðurnar fara fram í Bíó Paradís næstomandi sunnudag klukkan 17:00 í sal tvö en það er lokadagur Stockfish kvikmynda og bransahátíðar sem er nú í fullum gangi með úrvali kvikmynda og bransaviðburða. Hægt er að skoða dagskrá hátíðarinnar nánar á heimasíðu hennar hér.  

Það er öllum velkomið að mæta á umræðurnar á meðan húsrúm leyfir en það er nauðsynlegt að skrá sig hér til að fá aðgang.